Fyrirlestur á Akureyri: TOPtoTOP loftslagsleiðangurinn

Loftslagsleiðangurinn TOPtoTOP, verður í höfn á Akureyri í vetur. Hjónin Dario og Sabine Schwoerer og sex börn þeirra búa um borð í skútunni Pachamama, sem þau hafa siglt um höfin blá í 16 ár. Þau hafa komið til sjö heimsálfa, klifið sex hæstu fjöll heims, allt með það að markmiði að sjá, skrá og segja frá loftslagsbreytingum og leiðum til lausna.

Í aðdraganda Arctic Circle 2017 mun Dario Schwoerer halda fyrirlestur í anddyri Borga, þriðjudaginn 10. október, kl. 12-13. Kaffi og kex í boði.