Fulbright Arctic Initiative: umsóknarfrestur til 16. október 2017

Við vekjum athygli íslenskra fræðimanna á Fulbright Arctic Initiative, en umsóknarfrestur er 16. október nk. Þetta er einstakt tækifæri fyrir fræðimenn til að stunda þverfaglegt rannsóknarstarf með kollegum frá öllum ríkjum Norðurskautsráðsins. Verkefnið stendur í 18 mánuði og styrkurinn er 40.000 USD. Fræðimenn á öllum fræðasviðum geta sótt um, svo framarlega sem umsóknin tengist Norðurskautinu á öðru af tveimur meginsviðum verkefnisins, en nánar má lesa um þau hér fyrir neðan. Hver þátttakandi vinnur að eigin rannsókn og fer til stuttrar rannsóknardvalar í Bandaríkjunum, en vinnur jafnframt að sameiginlegu, þverfaglegu hópverkefni, sækir spennandi og fræðandi fundi á Norðurskautssvæðinu og lokafund í Washington, D.C. þar sem niðurstöður verða kynntar.

Nánari upplýsingar má finna hér.