Frásagnarlist á norðurslóðum

Frásagnarlist á norðurslóðum (12.03.2013) 

Á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri kl. 12:00, miðvikudaginn 13. mars 2013 mun rithöfundurinn dr. Lawrence Millman flytja erindi og lesa upp úr verkum sínum undir yfirskriftinni: On Northern Storytelling. Torgið er haldið á vegum félagsvísindadeildar HA og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og fer fram á ensku í stofu M102 að Sólborg við Norðurslóð. Allir velkomnir!   
Dr. Lawrence Millman mun fjalla um sérkenni og mikilvægi frásagnarhefða frumbyggja á norðurlóðum, flytja og greina sagnir úr munnlegri geymd frá Grænlandi og norðaustur Kanada og lesa upp úr verkum sínum. Á meðal 15 bóka hans eru Drekkhlaðinn kajak af draugum: sagnir Inúíta, Wolverine Creates the World, Lost in the Arctic, Parliament of Ravens og Hiking to Siberia. 

Lawrence er með doktorspróf í bókmenntafræðum frá Rudgers University og hefur kennt við Háskóla Íslands, Tufts University, University of New Hampshire, Goddard College og Harvard University. Nú í marsmánuði er hann gistifræðimaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar en heimilisfesti hans er í Cambridge, Massachusetts, USA.