Finnsk viðurkenning

Finnsk viðurkenning til forstöðumanns SVS
Þann 16. júlí 2013 var forstöðumanni  Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, dr. Níelsi Einarssyni, afhentur Riddarakross finnska ljónsins við athöfn í Sendiráði Finnlands í Reykjavík. Sendiherra Finnlands á Íslandi, frú Irma Ertman, afhenti orðuna. Viðurkenningarmerkið er veitt fyrir framlag til öflugs og farsæls samstarfs á sviði norðurslóðarannsókna við finnska vísindamenn, háskóla og  rannsóknastofnanir.