Dr. Harrison gestafræðimaður hjá SVS

 

Síðustu vikurnar hefur Dr Ramona Harrison verið gestafræðimaður á skrifstofu SVS. Dr. Harrison er dósent í fornleifafræði við Háskólann í Bergen Hún er umhverfisfornleifafræðingur með sérhæfingu í dýrabeinafræði og rannsakar tengsl manna og umhverfis með rannsóknum á öskuhaugum og menningarlandslagi. 

 

Dr. Harrison sem alla jafna starfar í Bergen, en nýtir nú hluta af rannsóknarleyfi sínu á SVS. Þar undirbýr hún m.a. fyrsta hluta vettvangsrannsókna í verkefninu Völd, auður og pest í tveimur dölum: Svarfaðardalur, Hörgárdalur og nágrenni um 870/1500 sem styrkt er af Rannís. Árni Daníel Júlíusson verkefnastóri við Hugvísindadeild Háskóla Íslands leiðir verkefnið með Dr. Harrison.