Áform um samruna Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri í samráðsgátt

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda áform um að Stofnun Vilhjálms Stefánssonar verði hluti af Háskólanum á Akureyri.

Um er að ræða hluta af áformuðum breytingum á stofnanakerfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þar sem m.a. er leitast við að einfalda það til muna, efla þekkingar- og lærdómssamfélag og nýta betur þekkingu, innviði og gögn. Við greiningu á sérstöðu Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar var m.a. horft til þess mats Ríkisendurskoðunar að eðlilegast væri að stofnunin heyrði beint undir Háskólann á Akureyri.

Hér má lesa fréttatilkynningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins í heild sinni