2013 Arctic Energy Summit: skil á úrdráttum

2013 Arctic Energy Summit: skil á úrdráttum (18.04.2013)

Frestur til að senda úrdrátt fyrir 2013 Arctic Energy Summit hefur verið framlengdur til 30. apríl 2013, en hægt er að senda inn tillögur að fyrirlestrum, vinnustofum og pallborðsumræðum. 2013 Arctic Energy Summit er þriggja daga þverfagleg ráðstefna á sviði orkumála og rannsókna á Norðurslóðum, sem áætlað er að allt að fimmhundruð alþjóðlegir viðskiptafræðingar,vísindamenn, stjórnendur, stefnumótendur, orkusérfræðingar og stjórnmálaleiðtogar muni sækja á Akureyri dagana 8.-10. október 2013.

Nánari upplýsingar má finna hér og á vefsíðu ráðstefnunnar eða með tölvupósti  aen@institutenorth.org.