100 ára afmæli Kanadíska heimskautaleiðangursins

100 ára afmæli Kanadíska heimskautaleiðangursins
Þann 5. nóvember 2013 verður dagskrá við Háskólann í Norður-Dakóta tengd lífi Vilhjálms Stefánssonar og 100 ára afmæli Kanadíska heimskautaleiðangursins 1913, með heitinu Science, People & Sustainability in the Canadian Arctic: From the 1913 Canadian Arctic Expedition to the 2013 Arctic Council Chairmanship. Þarna verður arfleifð Kanadíska heimskautaleiðangursins kynnt sem og leiðangurstjóri hans, Vilhjálmur Stefánsson, sem var á sínum tíma einn litskrúðugasti og frægasti nemandi Háskólans í Norður-Dakóta.

Upplýsingar um viðburðinn og skráning: http://goo.gl/480PQ4
Þátttaka „online": https://conted.breeze.und.nodak.edu/cae100/
Nánari upplýsingar veitir Timothy J. Pasch, aðstoðarprófessor við Háskólann í Norður-Dakóta.