Viðburðir

Viðburðir á vegum SVS

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar stendur að ráðstefnum, vinnusmiðjum, námskeiðum og fyrirlestrum. 
Hér að neðan eru aðeins nefndir stærri viðburðir.


 

Helstu viðburðir árið 2020

TED fyrirlestur Dr. Edwards Huijbens
09.12.2020
Dr. Edward Huijbens, prófessor við Háskólann í Wageningen og vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, flutti TED fyrirlestur í október 2020 um hvernig við þurfum að endurhugsa hugmyndir okkar um ferðalög í ljósi hnattrænnar hlýnunar.
Sjá fyrirlesturinn hér.

Minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson
03.12.2020
Astrid Ogilvie flutti minningarfyrirlestur um Hermann Pálsson í tilefni af árlegri ráðstefnu Scottish Society for Northern Studies, laugardaginn 21. nóvember 2020. Atburðurinn bar yfirskriftina On the Horizon: Scotland, the Sea, and the Northern World. Fyrirlestur Dr Ogilvie nefndist Weather as Magic and Metaphor in the Sagas of Icelanders.
Sjá fyrirlesturinn hér.

Útgáfa skýrslu: Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi
30.11.2020
Út er komin skýrslan Kortlagning norðurslóðarannsókna á Íslandi sem er afrakstur samstarfsverkefnis Rannís, Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Norðurslóðanets Íslands.
Sjá skýrsluna hér.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 1. desember 2020
25.11.2020
Átjándi fyrirlesturinn til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans verður 1. desember 2020. Minningarfyrirlestrar hafa verið haldnir árlega í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og Rannsóknarstofnunarinnar um norðurslóðir við Dartmouth College í Bandaríkjunum. Fyrirlestrarnir eru venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem var 3. nóvember. Að þessu sinni var það Dr. Margaret Willson, höfundur bókarinnar Seawomen of Iceland: Survival on the Edge sem fluti fyrirlesturinn.
Sjá fyrirlesturinn hér.

Meistaravörn Sveinbjargar Smáradóttur
18.11.2020
Þann 3. nóvember varði Sveinbjörg Smáradóttir meistararitgerð sína við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Verkefnið ber heitið Social Media and Quality of Life among Young Adults in Northern Iceland og tengist alþjóðlega samvinnuverkefninu Arctic Youth and Sustainable Futures sem Dr. Joan Nymand Larsen við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar leiðir. Í rannsókninni notaðist Sveinbjörg við rýnihópa til að kanna áhrif samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram á lífsgæði ungs fólks, samkvæmt skilgreiningu á lífsgæðum í þróunarvísum Norðurslóða (ASI) og Arctic Human Development Report I og II. Leiðbeinandi var Dr. Jón Haukur Ingimundarson og andmælandi Birgir Guðmundsson. Sveinbjörg starfar hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.

Netráðstefna 5. nóvember 2020
04.11.2020
Dr. Catherine Chambers og Dr. Níels Einarsson, vísindamenn hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, ræddu efnið The Humans – Reflections on Icelanders and Arctic Research in the Anthropocene, á netráðstefnu, fimmtudaginn 5. nóvember 2020.
Sjá upptöku hér.

Reflections of Change - fjarfyrirlestur Dr. Astrid Ogilvie
23.09.2020
Dr. Astrid Ogilvie flutti fjarfyrirlestur við University of the Highlands and Islands föstudaginn 25. september: Reflections of Change: The Natural World in Literary and Historical Sources from Iceland ca. AD 800 to 1800.

Nýtt rannsóknarverkefni: JUSTNORTH
12.06.2020
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er aðili að nýju rannsóknarverkefni EU Horizon 2020 sem kallast Toward Just, Ethical and Sustainable Arctic Economies, Environments and Societies (JUSTNORTH). Sjá nánar á ensku síðunni okkar: www.svs.is/en.

Cryosphere 2020: Ráðstefna um freðhvolfið í Reykjavík
07.02.2020
Veðurstofa Íslands, WMO Global Cryosphere Watch (GCW) og International Glaciological Society (IGS) ætluðu, í samstarfi við nokkrar alþjóðlegar vísinda- og rannsóknarstofnanir, þ.á.m. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, að standa fyrir ráðstefnu um freðhvolfið í Reykjavík, 21. - 24. september 2020. Ráðstefnunni var frestað til 2022.
Sjá vefsíðu ráðstefnunnar.

 




Helstu viðburðir árið 2019

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2019
24.10.2019
Vel sóttur fyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2019 var haldinn í  Hörpu í Reykjavík þann 10. október 2019 – að þessu sinni sem hluti af dagskrá Hringborðs norðurslóða. Fyrirlesari  var Dr. Michael Bravo frá Scott Polar Research Institute við Háskólann í Cambridge á Englandi. Titill erindisins var „An Arctic without End: Visions for our Planet in an Age of the Anthropocene.“ Fyrrverandi forseti Íslands og formaður Hringborðs norðurslóða, Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, flutti einnig stutta tölu en Dr. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, opnaði athöfnina og stýrði umræðum. Dr. Lauren E. Culler, fulltrúi Rannsóknarstofnunarinnar um norðurslóðir við Dartmouth College var einnig viðstödd.

Fyrirlestrar til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans eru haldnir árlega í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og Rannsóknarstofnunarinnar um norðurslóðir við Dartmouth College í Bandaríkjunum. Að þessu sinni var fyrirlesturinn hugsaður sem framlag til formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og ARCPATH, norræns öndvegisseturs í norðurslóðarannsóknum.

Kortagerð og landafræði á Íslandi
12.04.2019
Árið 2017 var Astrid Ogilvie (starfar hjá SVS) veitt styrkur úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Á. Sigurðardóttur og Haraldar Sigurðssonar, bókasafns- og kortafræðings. Sjóðurinn er í umsjón RANNÍS. Verkefninu, sem heitir Upphaf kortagerðar og saga íslenskrar landfræði, er nú lokið. Sjá nánar hér.

 

Helstu viðburðir árið 2018

Kveðjuerindi: „Hvað myndi Nansen segja nú?“
13.12.2018
Til að minnast Friðþjófs Nansen býður Háskólinn á Akureyri gestum og gangandi að hlýða á kveðjuerindi Gunhild Hoogensen Gjørv. Gunhild er prófessor í átaka- og friðarfræðum við Háskólann í Tromsø og starfandi Nansen gestaprófessor við HA, um Friðþjóf Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista, sem helgaði sig því að bæta úr neyð landflótta fólks eftir fyrra stríð.

Dagskráin hefst stundvíslega kl. 16:00 með ávörpum Einars Gunnarssonar, sendiherra Íslands í málefnum norðurslóða, Carina Ekornes, staðgengils sendiherra Noregs á Íslandi og Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar. Að erindinu loknu bjóða Háskólinn á Akureyri og utanríkisráðuneytið gestum að þiggja léttar veitingar undir ljúfum jólatónum. Erindið fer fram á ensku.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2018
27.11.2018
Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2018 verður haldinn við Washington háskóla í Seattle þann 5. desember 2018. Fyrirlesturinn, sem er opinn almenningi, kallast Learning from Northern Peoples og er fluttur af Dr. Leslie King, prófessor við Royal Roads University í Kanada. Fyrirlestrar til minningar um Vilhjálm Stefánsson og störf hans eru haldnir árlega, venjulega nálægt afmælisdegi Vilhjálms, sem er 3. nóvember.

Votlendisviðurkenning
21.11.2018
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur fjárfest í stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis á Íslandi. Þeim sem vilja leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum lið á þennan þátt er bent á Votlendissjóð.

Bókarkynning: Hvítabirnir á Íslandi
05.11.2018
Rósa Rut Þórisdóttir, vísindafélagi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, mun kynna nýútkomna bók sína, Hvítabirnir á Íslandi, í anddyri Borga, miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 12:00. Allir hjartanlega velkomnir! Bókin fjallar um komu hvítabjarna til Íslands, allt frá landnámsöld til okkar daga, með viðkomu í sögum og sögnum um þessar ógnvekjandi skepnur. Rósa Rut er doktor í mannfræði og byggir bók sína að stórum hluta á heimildum sem faðir hennar heitinn, Þórir Haraldsson, líffræðingur og menntaskólakennari, lét eftir sig.

Fundur í ICECHANGE verkefninu
01.10.2018
Þann 1. september 2018 var haldinn fundur í ICECHANGE verkefninu í Hannesarholti í Reykjavík. Smellið hér  http://www.svs.is/is/frettir/icechange-meeting-in-reykjavik til að lesa meira um fundinn á ensku.

Aðalfundur í ARCPATH verkefninu 2018
25.09.2018
Aðalfundur ARCPATH verkefnisins, sem er hluti af Norrænum öndvegissetrum um norðurslóðarannsóknir, var haldinn í Bergen 6.-7. september 2018. (ARCPATH: Arctic Climate Predictions - Pathways to Resilient, Sustainable Societies). Smellið hér http://www.svs.is/is/frettir/adalfundur-i-arcpath-verkefninu-2018  til að lesa meira á ensku. 

Auglýst eftir viðmælendum frá Húsavík og sveitunum kringum Skjálfanda
29.06.2018
Gunnar Már Gunnarsson (gunnarmg@unak.is) auglýsir eftir viðmælendum um veiðar og aðra nýtingu á sjávarauðlindum við og úti fyrir ströndum Skjálfanda. Hann langar að bjóða sjómönnum, bæjarbúum, fólki úr nálægum sveitum og bæjum – og öðrum sem þekkja til svæðisins – til spjalls, fólki sem getur sagt frá fjölbreyttri nýtingu fyrri tíma á haf- og strandsvæðum Skjálfanda.
Verkefnið er hluti af rannsóknarverkefni (ARCPATH) sem styrkt er af Norræna rannsóknarráðinu.

Græn skref og grænt bókhald
29.05.2018
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í grænum skrefum í ríkisrekstri og skilar grænu bókhaldi. Grænt bókhald er verkfæri fyrir stofnanir til að fylgjast með þýðingarmestu umhverfisþáttunum í starfsemi stofnana. Að færa grænt bókhald auðveldar stofnunum að sjá hvar tækifæri eru til hagræðingar, en þar er m.a. farið yfir pappírskaup, sorphirðu, samgöngur, hita og rafmagn.

Á vef vistvænna innkaupa má sjá niðurstöður úr grænu bókhaldi þeirra stofnana sem skila því.

Loftslagsmarkmið stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytis
28.05.2018
Forstöðumenn stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins undirrituðu í dag yfirlýsingu um að setja loftslagsmarkmið fyrir stofnanirnar. Munu markmiðin miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og að starfsemi stofnananna verði kolefnishlutlaus.

Alls eru stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 15 talsins en yfirlýsing þeirra er í samræmi við markmið Íslands í loftslagsmálum og stefnu ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi samkvæmt stjórnarsáttmála. Í yfirlýsingunni kemur fram að stofnanirnar muni kortleggja losun frá starfsemi sinni, setja markmið um samdrátt í losun og birta árlega skýrslu um framgang og árangur. Notast verður við samræmt skráningarkerfi til að tryggja samræmi og samanburðarhæfni gagna.

Í fyrstu verður lögð áhersla á að draga úr losun frá samgöngum og úrgangi. Loftslagsmarkmið skulu liggja fyrir eigi síðar en í árslok 2018 en markmiðin verða endurskoðuð árlega.

Viðtal um stöðu frumbyggja á norðurslóðum
15.05.2018
Í tilefni málstofu í Norræna húsinu í dag (15. maí 2018) var rætt við Jón Hauk Ingimundarson, starfsmann Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Morgunvaktinni á Rás1 í morgun. Þar var talað um flókna stöðu frumbyggja á norðurslóðum í síbreytilegum heimi. Hlusta á viðtalið hér.

Erindi á Norðurslóð 16. maí 2018: The 1871 Whaling Disaster and the Search for the Lost Fleet
14.05.2018
In September of 1871, 32 whaling ships were caught in the ice along the shore of the Arctic Ocean in Alaska.  More than 1200 people were stranded.  The raging winds and grinding ice surrounding them made survival only a remote possibility. An event of historical significance, leading to the end of Yankee Whaling in the early 20th Century. 

In 2015, a team from the US National Oceanic and Atmospheric Administration’s (NOAA) Maritime Heritage Program went back to this place to try to write the final chapter of this compelling story of whaling history.

Date:         Wednesday, 16 May, 2018
Location:  Norðurslóð - ”Into the Arctic", Strandgötu 53
Time:         20:00 
Language: English
Speaker:   Brad Barr, Ph.D.
Fulbright-NSF Arctic Research Scholar
Senior Advisor, NOAA Maritime Heritage Program
Visiting Faculty, University Center of the Westfjords
Affiliate Professor, University of New Hampshire

Presentation sponsored by:Stefansson Arctic Institute

Málstofa í Norræna húsinu 15. maí: Arctic Indigenous Peoples: A Dialogue and Perspectives on Common Concerns for Sustainable Societies
14.05.2018
Seminar and Roundtable discussion, Nordic House, Reykjavík, 14:00 – 16:45. Open to the public.
Opening remarks: Mr. Guðlaugur Þór Þórðarson, Minister for Foreign Affairs, Iceland.

Keynote Speakers:

  • Josie Okalik Eegeesiak, Chair, Inuit Circumpolar Council
  • Ellen Inga Turi, Vice President, Saami Council
  • Chief Gary Harrison, Arctic Athabaskan Council, Chair BOD Indigenous Peoples´ Secretariat
  • Yury Khatanzeyskiy, Vice President, Russian Association of Indigenous Peoples of the North

Chair: Helga Ögmundardóttir, Assistant Professor, University of Iceland

Participants inRoundtable discussions:

  • Tukumminnguaq Nykjær Olsen, MA Student West Nordic Studies / Polar Law
  • Liza M. Mack, Interim Executive Director, Aleut International Association
  • Gunn-Britt Retter, Head of the Arctic- and Environmental Unit, Saami Council
  • Níels Einarsson, Director, Stefansson Arctic Institute
  • Hjalmar Dahl, President, Inuit Circumpolar Council, Greenland
  • Ethel Blake, Chair and Head of Delegation, Gwich´in Council International (TBC)
  • Embla Eir Oddsdóttir, Director, Icelandic Arctic Cooperation Network

Chair: Jón Haukur Ingimundarson, Senior Scientist, Stefansson Arctic Institute, and Associate Professor, University of Akureyri

16:45 Reception hosted by the Ministry for Foreign Affairs, Iceland

This event is organized by the Ministry for Foreign Affairs; Indigenous Peoples´ Secretariat; Icelandic Arctic Cooperation Network; Centre for Arctic Policy and Security; Stefansson Arctic Institute

Viðtal við forstöðumann SVS á Rás 1
21.03.2018
Í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 í morgun (miðvikudag 21. mars) talaði Jón Þór Kristjánsson á Akureyri við forstöðumann Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson, um starfsemi stofnunarinnar. Smellið hér til að hlusta.  Viðtalið byrjar á 1:19:30.

Sumarnámskeið í Svartárkoti 20.-30. ágúst 2018
22.02.2018
Einstakt námskeið í samþættum umhverfisvísindum og félagsvísindum verður í Svartárkoti í Bárðardal, 20.-30. ágúst 2018. Sjá meira á ensku  http://www.svs.is/is/frettir/sumarnamskeid-i-svartarkoti-20-30-agust-2018

Tilnefning Norðurskautsráðsins til Friðarverðlauna Nobels
22.01.2018
Norðurskautsráðið hefur fengið tilnefningu til Friðarverðlauna Nobels. Í rökstuðningi er sérstaklega minnst á Arctic Human Development Report (2004) sem eitt verðugra verka ráðsins. Skýrslan var forgangsverkefni Íslands í fyrstu formennsku fyrir ráðinu 2002-2004 og var Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í forsvari fyrir verkefnið. Sjá skýrsluna hér

 

Helstu viðburðir árið 2017

NUNATARYUK: nýtt ESB verkefni
ESB verkefnið Nunataryuk (http://nunataryuk.org) byggir á þátttöku 28 samstarfsstofnana í 12 löndum og er Stofnun Vilhjálms Stefánssonar ein af þessum stofnunum. Verkefnið er til fimm ára (2017-2022). Nánari upplýsingar á ensku.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2017
Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar var haldinn 1. desember 2017 í tengslum við opnun nýrrar þverfaglegrar rannsóknarmiðstöðvar um Norðurslóðir við Sjálfstæða háskólann í Barselóna. Miðstöðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Spáni. Fyrirlesturinn var samstarfsverkefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Institute of Arctic Studies við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum. Dr Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Hagfræðideild og Lif- og umhverfisvísindadeild  Háskóla Íslands flutti fyrirlesturinn sem hún nefndi The Value of the Arctic.

Fyrirlestur á Akureyri: TOPtoTOP loftslagsleiðangurinn
Loftslagsleiðangurinn TOPtoTOP, er í höfn á Akureyri í vetur. Hjónin Dario og Sabine Schwoerer og sex börn þeirra búa um borð í skútunni Pachamama, sem þau hafa siglt um höfin blá í 16 ár. Þau hafa komið til sjö heimsálfa, klifið sex hæstu fjöll heims, allt með það að markmiði að sjá, skrá og segja frá loftslagsbreytingum og leiðum til lausna.
Í aðdraganda Arctic Circle 2017  hélt Dario Schwoerer fyrirlestur í anddyri Borga, þriðjudaginn 10. október, með stuðningi Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

Fyrirlestur Astrid Ogilvie: Sagas and Science
Fimmtudaginn 9. mars 2017 flutti dr. Astrid Ogilvie, starfsmaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, fyrirlestur sem hún nefndi Sagas and Science: Documentary Evidence of Changes in Climate and Sea-Ice Incidence in Iceland from the Settlement to the late 1800s. Fyrirlesturinn var í Miðaldastofu Háskóla Íslands í Reykjavík.

Við höfum tekið þrjú Græn skref
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í Grænum skrefum í rekstri ríkisstofnana. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að draga úr umhverfisáhrifum vegna reksturs stofnana íslenska ríkisins. SVS tók fyrsta skrefið í febrúar 2015, annað skrefið í mars 2016 og hefur nú tekið þriðja skrefið af fimm. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir hvert skref. Verkefnið er einfalt og aðgengilegt. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsfólks og draga úr rekstrarkostnaði.

 

Helstu viðburðir árið 2016

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2016
Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2016 var haldinn í Dartmouth College, BNA, þann 3. nóvember 2016. Fyrirlesturinn nefndist Managing the Wilderness: Arctic Perspectives og var fluttur af Hugh Beach, prófessor emeritus í mannfræði við Háskólann í Uppsölum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Hvalaráðstefna á Húsavík
Þriðja hvalaráðstefnan á Húsavík var haldin þriðjudaginn 21. júní 2016. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Hvalasafnsins á Húsavík og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Níels Einarsson, forstöúmaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, flutti erindi á ráðstefnunni. Sjá dagskrá hér.

Opinn fyrirlestur: China as a Polar Great Power
Mánudaginn 20. júní 2016 hélt Anne-Marie Brady, prófessor við University of Canterbury á Nýja Sjálandi, fyrirlestur sem hún kallaði China as a Polar Great Power. Fyrirlesturinn var í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

Fyrsti ARCPATH fundurinn haldinn í Bergen
Fyrsti fundur í of Nordic Center of Excellence Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies (ARCPATH) var haldinn í Bergen í Noregi 11.-12. apríl 2016. Starfsfólk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í verkefninu. Sjá nánar á vef Nansen miðstöðvarinnar.


Helstu viðburðir árið 2015

Ný gögn um veðurfarsbreytingar 
Í rannsóknum á loftslagi síðustu 1000 ára hefur verið tilhneiging að einblína á tvö tímabil sem hafa orðið þekkt sem Medieval Warm Period eða Medieval Climatic Optimum og Little Ice Age. Ný gögn sýna að slík hugtök eru ófullnægjandi til að lýsa loftslagi á þessu afar fjölbreytilega tímabili.

Í vefritinu Inside Climate News segir Dr. Astrid Ogilvie, vísindamaður hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, sitt álit á þessum málum.

Norsk-íslenskt samstarf um nýtt öndvegissetur um norðurslóðarannsóknir
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Háskóli Íslands og Norðurslóðanet Íslands eru meðal þátttakenda í nýju norrænu öndvegissetri um norðurslóðarannsóknir sem fékk þann 17. desember styrk úr rannsóknasjóðnum NordForsk, stofnun sem fjármagnar norrænt rannsóknasamstarf. Vísindamenn við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar taka þátt í tveim verkefnum sem bæði eru þverfagleg og alþjóðleg, annarsvegar verkefni sem kallast Resource Extraction and Sustainable Arctic Communities (REXAC) og hinsvegar verkefni sem nefnist Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies (ARCPATH). Hvort verkefni um sig fær úthlutað um 420 miljónum íslenskra króna. Alls voru 34 umsóknir sendar inn til NordForsk. Sjá nánar hér.

Alþjóðlega og þverfaglega verkefnið Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies (ARCPATH) fékk í sinn hlut rannsóknarstyrk að upphæð 28 milljónir norskra króna til fimm ára. ARCPATH er eitt fjögurra verkefna sem hlutu styrk en alls bárust 34 umsóknir til nýrra norrænna öndvegissetra um norðurslóðarannsóknir.

Tvær stofnanir munu sjá um að vista verkefnið og stýra því. Annars vegar norska stofnunin Nansen Environmental and Remote Sensing Centre (NERSC) í Bergen með Dr. Yongqi Gao sem stjórnanda og hins vegar Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri með Dr. Astrid Ogilvie sem meðstjórnanda.

Íslenskir aðilar eru: Dr. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar (SVS); Dr. Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og vísindamaður við SVS; Dr. Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík; Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands; Dr. Helga Ögmundardóttir, lektor í mannfræði við Háskóla Íslands; Tom Barry, framkvæmdastjóri CAFF verkefnisins; og Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands og sérfræðingur við SVS.

Aðrir norrænir aðilar eru eftirfarandi:
Noregur: The University of Bergen (UiB); The Arctic University of Norway (UiT); og The Norwegian Institute for Air Research (NILU).
Danmörk: The Danish Meteorological Institute (DMI).
Svíþjóð: The Swedish Meteorological and Hydrological Institute (SMHI).

Aðrir alþjóðlegir samstarfsaðilar: Leslie King, prófessor og framkvæmdastjóri Canadian Centre for Environmental Education, Royal Roads University (RRU), Kanada; James R. McGoodwin, prófessor, The Institute of Arctic and Alpine Research (INSTAAR), University of Colorado, Bandaríkjunum; Dr. Shari Fox Gearheard, National Snow and Ice Data Center (NSIDC), Bandaríkjunum; Sergey Gulev, prófessor, P.P. Shirshov Institute of Oceanology, Russian Academy of Science (IORAS), Rússlandi; Dr. Vladimir Semenov, Institute of Applied Physics of the Russian Academy of Science (IAPRAS), Rússlandi; Ke Fan, prófessor, Institute of Atmospheric Physics, Chinese Academy of Sciences, Kína; Guðrún Magnúsdóttir, prófessor, University of California, Bandaríkjunum; Dr. Michael Karcher, Alfred Wegener Institute for Polar and Marine Research, Þýskalandi; Dr. Baoqiang Tian, Nansen-Zhu International Research Centre, Kína; Dr. Francois Massonnet, University College London, Bretlandi; Gunhild Hoogensen Gjørv, prófessor, University of Tromsø, The Arctic University of Norway (UiT); Rasmus Gjedssø Bertelsen, prófessor, University of Tromsø, The Arctic University of Norway (UiT); Dr. Yvan Orsolini, vísindamaður, Norwegian Institute for Air Research, Olso, Norway; Cecilia Bitz, prófessor, University of Washington, USA; Dr. Burkhardt Rockel, Helmholtz-Zentrum Geesthacht Institute for Coastal; Lawrence C. Hamilton, prófessor, University of New Hampshire, USA; Michael Bravo, Fellow of Downing College og Senior Lecturer, University of Cambridge og Head of the Circumpolar History and Public Policy Research Group við Scott Polar Research Institute, Cambridge.

Í hinu nýja öndvegissetri verður lögð áhersla á að nýta bættar svæðisbundnar loftslagsspár og aukinn skilning á gagnkvæmum áhrifum umhverfis-, samfélags- og efnahagsþátta með það að markmiði að öðlast og kynna nýja þekkingu á leiðum til stefnumótunar á norðurslóðum. Umfangsmikið þverfaglegt samstarf verður sett í gang og nær það til fræða- og þekkingarsviða á borð við: loftslagsfræði (svæðisbundin og hnattræn; niðurkvörðun með háupplausnar líkani; og í samhengi við veðurfarssögu); umhverfisfræði; umhverfishagfræði; haffræði og rannsóknir á hafís; sjávarlíffræði; sjávarútvegsfræði; mannfræði; stjórnunarhætti, áhrif mannsins á vistkerfi norðurhjara; og almenna vistfræðilega þekkingu. Þverfagleg nálgun verkefnisins ARCPATH á þessa þætti fræða og samfélags mun auka samvirkni öndvegisseturs um norðurslóðir en markmið þess er að stuðla að ábyrgri og sjálfbærri þróun í samfélögum norðurslóða með sérstakri áherslu á Austur-Grænland, Norður-Noreg og norðanvert Ísland.

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er einnig aðili að öðru öndvegissetri um norðurslóðir sem hlaut styrkveitingu NordForsk. Verkefnið kallast Resource Extraction and Sustainable Arctic Communities (REXAC) og tengiliður stofnunarinnar er Dr. Joan Nymand Larsen, vísindamaður við stofnunina.

Frekari upplýsingar um styrkveitingar NordForsk má finna hér.

Þáttur um hvali og fólk á BBC Radio 4
Dr Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar kom nýverið fram í þætti BBC Radio 4, sem fjallar um breyttar hugmyndir manna um hvali, í þáttaröð sem kallast Natural Histories og sem var fyrst útvarpað 17. nóvember 2015.

 Fyrirlestur: Sögur og vísindi - Hvernig skriflegar heimildir varpa ljósi á veðurfarssögu Íslands
Astrid Ogilvie, vísindamaður hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hélt opinn fyrirlestur við Mittuniversitetet í Sundsvall þann 22. september 2015. Fyrirlesturinn nefndi hún Sögur og vísindi - Hvernig skriflegar heimildir varpa ljósi á veðurfarssögu Íslands.
Sjá nánar hér.

Norræna ráðherranefndin - málþing: Taking the Temperature on the Arctic
Málþing var haldið í Kaupmannahöfn 7. október 2015 til kynningar á niðurstöðum í tveimur nýjum skýrslum: Arctic Human Development Report og Arctic Social Indicators. Sjá dagskrá.

Ný bók: The New Arctic
Nýlega kom út hjá Springer bókin The New Arctic í ritstjórn Birgitta Evengård, Joan Nymand Larsen (starfsmaður SVS) og Øyvind Paasche. Sjá nánari upplýsingar.

Nýjar skýrslur: ASI-II og ADHR-II
Tvær nýjar skýrslur komu út í febrúar og eru aðgengilegar á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar (smellið á titlana hér að neðan). Meðal ritstjóra var Joan Nymand Larsen, visíndamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.

Arctic Social Indicators: ASI II: Implementation
Ritstjórar: Joan Nymand Larsen, Peter Schweitzer og Andrey Petrov
Útgefandi: Nordic Council of Ministers

Arctic Human Development Report: Regional Processes and Global Linkages
Ritstjórar: Joan Nymand Larsen og Gail Fondahl
Útgefandi: Nordic Council of Ministers


Helstu viðburðir árið 2014

Minningarfyrirlestur 2014
Árlegur fyrirlestur til minningar um Vilhjálm Stefánsson, mannfræðing og landkönnuð, var fluttur 11. desember 2014 af Dr. James White í Institute of Arctic and Alpine Research (INSTAAR), University of Colorado, BNA. Fyrirlesturinn kallar hann Abrupt Change: Past, Present and Future:The hard reality and silver lining in a sustainable future. Sjá nánari upplýsingar hér.

Ráðstefna: Gender Equality and the Arctic - Current Realities, Future Challenges
Utanríkisráðuneytið, Jafnréttisstofa, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Norðurslóðanet Íslands buðu til alþjóðlegrar ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum í Hofi á Akureyri dagana 30.-31. október 2014.
Á ráðstefnunni voru aðstæður kvenna og karla á norðurheimskautssvæðinu skoðaðar í víðum skilningi og athyglinni m.a. beint að aðgangi og yfirráðum auðlinda, þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku og stjórnmálum, byggðaþróun, öryggi og almennri velferð. Tilgangurinn var að stuðla að víðtækri, markvissri samræðu um jafnréttismál samtímans og beina um leið sjónum að áskorunum sem framtíðin kann að bera í skauti sér m.t.t. þeirra loftslags- og umhverfisbreytinga sem eru að verða og í samhengi við efnahags- og félagslega þróun ríkja og samfélaga á norðurslóðum.

Rosie Stefánsson er látin
Rosie Albert Stefansson, barnabarn Vilhjálms Stefánssonar, mannfræðings og landkönnuðar, lést í Inuvik í Kanada 20. júlí 2014. Rosie fæddist í Aklavik í Kanada árið 1933. Foreldrar hennar voru inúítinn Mabel og Alex, sonur Vilhjálms Stefánssonar og Fannýar Pannigablúk, inúita frá Alaska. Rosie giftist indjánanum Frank Albert árið 1958. Þau ættleiddu tvo drengi. Rosie starfaði lengi við hjúkrun, kennslu og mannúðarstörf.
Sjá minningargrein Gísla Pálssonar sem birtist í Morgunblaðinu 22. ágúst 2014.

Ljósmyndasýning Maribel Longueira
Ljósmyndasýning spænsk-galisísku listakonunnar Maribel Longueira, Mengun í lífkerfi sjávar – Verur í viðjum, var opnuð 2. maí 2014 á Háskólatorgi Háskóla Íslands og á Bókasafni Háskólans á Akureyri 8. maí 2014.

Sýningin samanstóð af 21 ljósmynd og beindi augum að mengun sjávar og hvernig það vaxandi vandamál birtist í formi sjóreka rusls sem finna má á ströndum landa. Í sýningunni léði listakonan viðfangsefninu ákveðið mannlegt yfirbragð og form þannig að ruslið horfðist í bókstaflegri merkingu í augu við þann sem skoðaði myndina. Sýningin innihélt öflugan boðskap sem var settur fram á frumlegan og áhrifamikinn hátt og hvatti þannig til umhugsunar um samband okkar við hafið og ábyrga umgengni við það.

Listakonan kemur frá Galisíu á norðvestanverðum Spáni, en þar eru fiskveiðar undirstaða samfélagslegrar velferðar, atvinnulífs og menningar. Þar er fólk, ekki síst eftir hið gríðarlega Prestige mengunarslys árið 2002, vel meðvitað um mikilvægi þess að spornað sé gegn mengun í lífkerfi sjávar, bæði heima og hnattrænt.

Eiginmaður Maribel er galisíska skáldið Francisco X. Fernández Naval og var hann með listakonunni í för. Við opnun stóðu Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í samstarfi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Bókasafn Háskólans á Akureyri. Sýningin naut styrks frá Þróunarsjóði EFTA EEA.


Helstu viðburðir árið 2013

Norðurslóðadagurinn 2013
Hvernig eflum við þátttöku íslensks vísindasamfélags í alþjóðlegri samvinnu og stefnumótun um norðurslóðir?
Fimmtudaginn 14. nóvember 2013 var Norðurslóðadagurinn haldinn í húsnæði Hafrannsóknastofnunar við Skúlagötu 4.Þar var rætt um (1) hvernig íslenskt vísindasamfélag er í stakk búið til að mæta þeim áskorunum sem hraðfara breytingar á norðurslóðum hafa í för með sér og (2) hvernig vísindasamfélagið er undirbúið til að taka þátt í vaxandi alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði. Fjallað var á þverfaglegan hátt um framlag og verkefni íslenskra aðila sem koma að alþjóðlegri samvinnu í vöktun, rannsóknum og menntun á norðurslóðum. Kynnt voru viðfangsefni sem tengjast háskólamenntun, mannauði og stoðkerfi rannsókna, þ.m.t. umgjörð stofnana til samvinnu. Jafnframt var fjallað um valin dæmi um samstarf fyrirtækja, háskóla og opinberra stofnana.

Samhliða fyrirlestrum og pallborðsumræðu kynntu stofnanir og félög er tengjast viðfangs- og málefnum norðurslóða starfsemi sína og rannsóknir með veggspjöldum og öðru kynningarefni í anddyri Sjávarútvegshússins. Dagskráin hófst með ávarpi ráðuneytisstjóra umhverfis- og auðlindaráðuneytis og lauk með sérstöku öndvegiserindi um norðurslóðarannsóknir.

Skipuleggjandi Norðurslóðadagsins voru Samvinnunefnd umhverfisráðuneytisins um málefni norðurslóða; framkvæmdin var í höndum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Rannís, Hafrannsóknastofnunar og Norðurslóðanets Íslands.

Minningarfyrirlestur 2013
Árlegur fyrirlestur til minningar um Vilhjálm Stefánsson, mannfræðing og landkönnuð, var fluttur í Dartmouth College 29. október 2013 af Thomas McGovern, mannfræðingi. Fyrirlesturinn nefndi hann Sustainability and Collapse in the Norse North Atlantic: Implications for Climate Adaptation Today.
Sjá nánari upplýsingar hér.

100 ára afmæli Kanadíska heimskautaleiðangursins
Þann 5. nóvember 2013 var dagskrá við Háskólann í Norður-Dakóta tengd lífi Vilhjálms Stefánssonar og 100 ára afmæli Kanadíska heimskautaleiðangursins 1913, með heitinu Science, People & Sustainability in the Canadian Arctic: From the 1913 Canadian Arctic Expedition to the 2013 Arctic Council Chairmanship. Þarna var arfleifð Kanadíska heimskautaleiðangursins kynnt sem og leiðangurstjóri hans, Vilhjálmur Stefánsson, sem var á sínum tíma einn litskrúðugasti og frægasti nemandi Háskólans í Norður-Dakóta.Sjá nánar hér.

Allsherjarráðstefna NABO 2013 í Borgum á Akureyri
Allsherjarráðstefna NABO (North Atlantic Biocultural Organisation) var haldin í rannsóknahúsinu Borgum á Akureyri 12.-13. júlí 2013. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar var gestgjafi ráðstefnunnar. Sjá nánar hér.

Arctic Social Indicators II: kynning á nýrri skýrslu 
ASI-II skýrslan var kynnt á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þann 15. maí 2013 í Kiruna í Svíþjóð. Skrifstofa ASI er við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og skýrslan var unnin undir stjórn Dr. Joan Nymand Larsen.

Ráðstefna: Sjávartengd ferðaþjónusta á norðurslóðum
Ráðstefna og vinnusmiðjur þar sem athyglinni var beint að sjávartengdri ferðaþjónustu, mannlífi og umhverfi á norðurslóðum var haldin í Háskólanum á Akureyri 18.-19. júní 2013. Ráðstefnan var skipulögð af Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í samvinnu við RHA, NORA, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Norsk sjømatsenter og Íslenska vitafélagið.

Sjávartengd ferðaþjónusta nýtur sífellt meiri vinsælda og tekur á sig margbreytilegar myndir. Sumir ferðamenn vilja kynnast mannlífi sjávarplássa, upplifa náttúruna, þögnina, skoða fugla og sel og renna fyrir fisk á friðsælum firði. Aðrir vilja spennu hraðbátsins, fara á brimbretti, sjóskíði og kafa, eða leigja sér bát og láta reyna á eigin kunnáttu. Svo eru þeir sem ferðast í hópum frá höfn til hafnar og frá landi til lands á risavöxnum skemmtiferðaskipum.

Í vinnusmiðjum var m.a. rætt um þróun sjávartengdrar ferðaþjónustu í Noregi, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum; tækifæri og ógnir, sjálfbærni og umhverfi – áhrif sjávartengdrar ferðaþjónustu og ímynd norðursins; og á hvaða sviðum við getum unnið saman. Farið var í vettvangskönnun þar sem ferðaþjónustufyrirtæki og söfn verða skoðuð.

Frásagnarlist á norðurslóðum
Á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri, 13. mars 2013 flutti rithöfundurinn dr. Lawrence Millman erindi og las upp úr verkum sínum undir yfirskriftinni: On Northern Storytelling. Torgið var haldið á vegum félagsvísindadeildar HA og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

Dr. Lawrence Millman fjallaði um sérkenni og mikilvægi frásagnarhefða frumbyggja á norðurlóðum, flutti og greindi sagnir úr munnlegri geymd frá Grænlandi og norðaustur Kanada og las upp úr verkum sínum. Á meðal 15 bóka hans eru Drekkhlaðinn kajak af draugum: sagnir Inúíta, Wolverine Creates the World, Lost in the Arctic, Parliament of Ravens og Hiking to Siberia. 

Lawrence er með doktorspróf í bókmenntafræðum frá Rudgers University og hefur kennt við Háskóla Íslands, Tufts University, University of New Hampshire, Goddard College og Harvard University. Hann var gistifræðimaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í mars 2013, en heimilisfesti hans er í Cambridge, Massachusetts, USA.

Norðurslóðanet Íslands stofnað
Norðurslóðanet Íslands var stofnað formlega við athöfn í Borgum á Akureyrifimmtudaginn 8. febrúar 2013. Af því tilefni efndu utanríkisráðuneytið og Háskólinn á Akureyri til móttöku þar sem Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Stefán Sigurðsson, formaður stjórnar Norðurslóðanetsins og rektor Háskólans á Akureyri, Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings og Embla Eir Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurslóðanetsins fluttu stutt ávörp. Norðurslóðanetið er hluti af sóknaráætlun landshluta sem Eyþing-samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum ásamt utanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis-og auðlindaráðuneytinu undirbjuggu í samstarfi við fjölmarga aðila sem tengjast norðurslóðamálum á Akureyri. Megintilgangur Norðurslóðanets Íslands er að auka sýnileika og skilning á málefnum norðurslóða sem og starfsemi aðila sem vinna að málefnum norðurslóða á Íslandi. Netið er vettvangur fyrir fyrirtæki og stofnanir alls staðar að af landinu sem koma að norðurslóðamálum.

Framkvæmdastjóri Norðurslóðanetsins er Embla Eir Oddsdóttir sem hefur um langt skeið unnið að verkefnum og rannsóknum er snúa að málefnum norðurslóða. Stofnaðilar að Norðurslóðanetinu eru: Háskólinn á Akureyri, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Heimskautaréttarstofnunin, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, Rannsóknaþing norðursins, Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Arctic Portal, vinnuhópar Norðurskautsráðsins CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) og PAME (Protection of Arctic Marine Environment).


Helstu viðburðir árið 2012

Norðurslóðadagar á Grænlandi 20. - 22. september 2012
Samvinnunefnd um málefni norðurslóða stóð fyrir Norðurslóðadögum á Grænlandi 20.-22. september 2012. Á undanförnum árum hefur vísindasamstarf milli íslenskra vísindamanna og vísindamanna á Grænlandi farið vaxandi og er ástæða til að efla það enn frekar.

Á Norðurslóðadögunum var fjallað á þverfaglegan hátt um framlag og samstarfsverkefni grænlenskra og íslenskra aðila sem koma að vöktun, rannsóknum og alþjóðlegri samvinnu á norðurslóðum. Samhliða fyrirlestrum og pallborðsumræðu kynntu stofnanir og félög er tengjast viðfangs- og málefnum norðurslóða starfsemi sína og rannsóknir með veggspjöldum og öðru kynningarefni. Skipuleggjendur Norðurslóðadaganna voru Samvinnunefnd umhverfis- og auðlindaráðuneytis um málefni norðurslóða í samvinnu við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Rannís. Á Grænlandi voru Háskólinn á Grænlandi (Ilisimatusarfik) og Rannsóknarstofnunin um loftslag (Silap Pissusianik Ilisimatusarfik) samstarfsaðilar um dagskrá Norðurslóðadaganna

Málþing á Akureyri um norðurslóðasamstarf Kína og Íslands
Mánudaginn 20. ágúst 2012 stóðu Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, RANNÍS, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Arctic Portal fyrir málþingi um málefni norðurslóða og norðurslóðasamstarf Kína og Íslands. Málþingið var haldið í Hamraborgarsal í Hofi að viðstöddum forseta bæjarstjórnar á Akureyri og sendiherra Kína á Íslandi. Fyrirlesarar voru vísindamenn frá Kína og Íslandi sem fjölluðu um norðurslóðarannsóknir landanna, auk þess að taka sérstaklega fyrir þá samstarfsmöguleika sem felast í norðurljósarannsóknum á Íslandi og frekara samstarfi á sviði félagsvísinda. Lokaávarp málþingsins flutti rektor Háskólans á Akureyri.


Helstu viðburðir árið 2011

ICASS VII ráðstefnan á Akureyri
Sjöunda ráðstefna Alþjóðlegra norðurslóðasamtaka félagsvísindamanna (IASSA) fór fram í húsnæði Háskólans á Akureyri dagana 22.-26. júní 2011. Ráðstefnuna sóttu 450 manns frá 20 löndum og tókst hún í alla staði mjög vel. Skrifstofa IASSA var við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 2008-2011, undir stjórn Dr. Joan Nymand Larsen, hagfræðings sem starfar við SVS.


Helstu viðburðir árið 2009

Fyrirlestur og opnun sýningar í Honningsvåg í Noregi
Fimmtudaginn 24. september 2009 flytur dr. Jón Haukur Ingimundarson frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fyrirlestur um Ísland, loftslagsbreytingar og Heimskautslöndin unaðslegu á norsku vísindadögunum, sem haldnir eru í Honningsvåg í Noregi og að þessu sinni tileinkaðir lífvænlegum strandsamfélögum. Jafnframt verður opnuð sýning á ljósmyndum og dagbókartextum Vilhjálms Stefánssonar, sem eru grunnurinn í farandsýningu stofnunarinnar, Heimsskautslöndin unaðslegu (The Friendly Arctic), sem einnig er aðgengileg sem vefsýning.

Helstu viðburðir árið 2008

Skrifstofa IASSA til Íslands
Dr. Joan Nymand Larsen, vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og lektor við Háskólann á Akureyri var nýlega kosin forseti IASSA (International Arctic Social Sciences Association) til þriggja ára og mun skrifstofa samtakanna flytjast frá Nuuk á Grænlandi til Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri þegar hún tekur við embættinu, 1. október 2008. Starfstímabili Joan og átta manna ráðs IASSA lýkur með sjöunda  þingi IASSA sem haldið verður á Akureyri sumarið 2011. IASSA eru  alþjóðleg samtök félagsvísindafólks sem stundar rannsóknir á norðurslóðum. Samtökin láta sífellt meir að sér kveða í alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum og koma að fjölda verkefna og viðburða sem fagleg samtök félagsvísindafólks og eru m.a. áheyrnarfulltrúi að Norðurskautsráðinu.

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar
Félagsvísindatorg Háskólans á Akureyri og minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar 2008 verða haldin sameiginlega miðvikudaginn 29. október kl. 12-13 í stofu L201 á Sólborg. Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Háskólans á Akureyri og Jafnréttisstofu. Allir eru velkomnir. Fyrirlesari verður Dr Gunhild Hoogensen, dósent við stjórnmálafræðideild Háskólans í Tromsö. Titill fyrirlestursins er Drill Baby, Drill: from Energy to Human Security in the Circumpolar North. Gunhild hefur m.a. rannsakað, kennt og skrifað um mannlegt öryggi á norðlægum slóðum, en einnig umhverfismál, málefni kynjanna og fleira. Hún fékk nýlega stóran styrk frá norska rannsóknaráðinu í verkefni sem hún leiðir á þessu sviði. Sjá nánari upplýsingar um Gunhild og útdrátt.

Heimsskautslöndin unaðslegu á vef og vegg
Í tilefni af 10 ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar  hefur stofnunin látið gera vefútgáfu af farandsýningunni Heimsskautlöndin unaðslegu og er hún aðgengileg á íslensku, ensku og dönsku. Einnig hafa ljósmyndir og dagbókartextar úr ferðum Vilhjálms verið settar upp á veggjum í anddyri Borga við Norðurslóð á Akureyri. Húsið er opið virka daga frá 07:30 til 17:15.

Tíu ára afmæli
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fagnar tíu ára afmæli stofnunarinnar um þessar mundir. Af því tilefni hefur stofnunin meðal annars opnað vefútgáfu af farandsýningunni Heimsskautslöndin unaðslegu. Á farandsýningunni má finna valdar ljósmyndir úr safni Vilhjálms Stefánssonar, handrit og útgefið efni, útdrátt úr dagbókum hans, kynningartexta og muni frá hinum ýmsu svæðum norðurslóða. Ljósmyndir og dagbókartextar farandsýningarinnar eru nú til sýnis í anddyri Borga við Norðurslóð, þar sem stofnunin er til húsa. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra ávarpaði samkomu sem haldin var í tilefni afmælisins. Hún sagði það gæfu stofnunarinnar að hún hefði skotið rótum í frjóum jarðvegi á Akureyri. Hún hefði stuðning af sambýli við Háskólann á Akureyri, ýmsar vísindastofnanir og skrifstofur tveggja verkefna Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis og umhverfis hafsins. Byggð hefði verið upp góð umgjörð fyrir störf stofnunarinnar í akademísku samfélagi sem væri bæði þiggjandi og gefandi fyrir Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Hér má lesa ræðu umhverfisráðherra í heild sinni.

Viðburðir fyrri ára