Starfsmannaskipti

Það eru tímamót á Stofnun Vilhjálms Stefánssonar því í dag er síðasti vinnudagur Láru Ólafsdóttur á stofnuninni. Okkar yndislega Lára hefur þá starfað við stofnunina sem skrifstofustjóri í 21 ár og 9 mánuði. Hún hefur til fyrirmyndar í öllu, frábær samstarfsmaður og að sönnu kjölfestan í starfseminni í öll þessi ár. Ég er henni afar þakklátur fyrir alla hennar góðu vinnu og framlag við uppbyggingu stofnunarinnar og tel mig tala fyrir hönd allra sem hér hafa unnið, eða unnið með okkur, að það verður sjónarsviptir og eftirsjá að henni. Lára á sér hins vegar mörg áhugamál og er við góða heilsu  þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að henni leiðist. Okkur hinum mun hins vegar leiðast.

Takk kæra Lára.

Níels Einarsson, forstöðumaður

 

Við starfi Láru tekur Sif Jóhannesdóttir. Sif hefur unnið sem verkefnastjóri við SÍMEY-Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og er m.a. fyrrverandi forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Hún var fremst í flokki 15 umsækjenda. Ég vil nota tækifærið til að bjóða Sif velkomna til starfa. Netfang Sifjar verður sifj@svs.is

Myndin að neðan er með galvösku starfsfólki SVS, tekin haustið 1999: Níels, Hjördís, Lára, Jónas Gunnar og Jón Haukur.

Starfsfólk SVS 1999