Norsk-íslenskt samstarf um nýtt öndvegissetur um norðurslóðarannsóknir

Norsk-íslenskt samstarf um nýtt öndvegissetur um norðurslóðarannsóknir

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Háskóli Íslands og Norðurslóðanet Íslands eru meðal þátttakenda í nýju norrænu öndvegissetri um norðurslóðarannsóknir sem fékk á dögunum úthlutað ríflega 400 milljón króna styrk úr rannsóknasjóðnum NordForsk, stofnun sem fjármagnar norrænt rannsóknasamstarf.

Alþjóðlega og þverfaglega verkefnið Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies (ARCPATH) fékk í sinn hlut rannsóknarstyrk að upphæð 28 milljónir norskra króna til fimm ára. ARCPATH er eitt fjögurra verkefna sem hlutu styrk en alls bárust 34 umsóknir til nýrra norrænna öndvegissetra um norðurslóðarannsóknir.

Tvær stofnanir munu sjá um að vista verkefnið og stýra því. Annars vegar norska stofnunin Nansen Environmental and Remote Sensing Centre (NERSC) í Bergen með Dr. Yongqi Gao sem stjórnanda og hins vegar Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri með Dr. Astrid Ogilvie sem meðstjórnanda.

Íslenskir aðilar eru: Dr. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar (SVS); Dr. Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og vísindamaður við SVS; Dr. Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík; Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands; Dr. Helga Ögmundardóttir, lektor í mannfræði við Háskóla Íslands; Tom Barry, framkvæmdastjóri CAFF verkefnisins; og Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands og sérfræðingur við SVS.

Aðrir norrænir aðilar eru eftirfarandi:
Noregur: The University of Bergen (UiB); The Arctic University of Norway (UiT); og The Norwegian Institute for Air Research (NILU).
Danmörk: The Danish Meteorological Institute (DMI).
Svíþjóð: The Swedish Meteorological and Hydrological Institute (SMHI).

Aðrir alþjóðlegir samstarfsaðilar: Leslie King, prófessor og framkvæmdastjóri Canadian Centre for Environmental Education, Royal Roads University (RRU), Kanada; James R. McGoodwin, prófessor, The Institute of Arctic and Alpine Research (INSTAAR), University of Colorado, Bandaríkjunum; Dr. Shari Fox Gearheard, National Snow and Ice Data Center (NSIDC), Bandaríkjunum; Sergey Gulev, prófessor, P.P. Shirshov Institute of Oceanology, Russian Academy of Science (IORAS), Rússlandi; Dr. Vladimir Semenov, Institute of Applied Physics of the Russian Academy of Science (IAPRAS), Rússlandi; Ke Fan, prófessor, Institute of Atmospheric Physics, Chinese Academy of Sciences, Kína; Guðrún Magnúsdóttir, prófessor, University of California, Bandaríkjunum; Dr. Michael Karcher, Alfred Wegener Institute for Polar and Marine Research, Þýskalandi; Dr. Baoqiang Tian, Nansen-Zhu International Research Centre, Kína; Dr. Francois Massonnet, University College London, Bretlandi; Gunhild Hoogensen Gjørv, prófessor, University of Tromsø, The Arctic University of Norway (UiT); Rasmus Gjedssø Bertelsen, prófessor, University of Tromsø, The Arctic University of Norway (UiT); Dr. Yvan Orsolini, vísindamaður, Norwegian Institute for Air Research, Olso, Norway; Cecilia Bitz, prófessor, University of Washington, USA; Dr. Burkhardt Rockel, Helmholtz-Zentrum Geesthacht Institute for Coastal; Lawrence C. Hamilton, prófessor, University of New Hampshire, USA; Michael Bravo, Fellow of Downing College og Senior Lecturer, University of Cambridge og Head of the Circumpolar History and Public Policy Research Group við Scott Polar Research Institute, Cambridge.

Í hinu nýja öndvegissetri verður lögð áhersla á að nýta bættar svæðisbundnar loftslagsspár og aukinn skilning á gagnkvæmum áhrifum umhverfis-, samfélags- og efnahagsþátta með það að markmiði að öðlast og kynna nýja þekkingu á leiðum til stefnumótunar á norðurslóðum. Umfangsmikið þverfaglegt samstarf verður sett í gang og nær það til fræða- og þekkingarsviða á borð við: loftslagsfræði (svæðisbundin og hnattræn; niðurkvörðun með háupplausnar líkani; og í samhengi við veðurfarssögu); umhverfisfræði; umhverfishagfræði; haffræði og rannsóknir á hafís; sjávarlíffræði; sjávarútvegsfræði; mannfræði; stjórnunarhætti, áhrif mannsins á vistkerfi norðurhjara; og almenna vistfræðilega þekkingu. Þverfagleg nálgun verkefnisins ARCPATH á þessa þætti fræða og samfélags mun auka samvirkni öndvegisseturs um norðurslóðir en markmið þess er að stuðla að ábyrgri og sjálfbærri þróun í samfélögum norðurslóða með sérstakri áherslu á Austur-Grænland, Norður-Noreg og norðanvert Ísland.

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er einnig aðili að öðru öndvegissetri um norðurslóðir sem hlaut styrkveitingu NordForsk. Verkefnið kallast Resource Extraction and Sustainable Arctic Communities (REXAC) og tengiliður stofnunarinnar er Dr. Joan Nymand Larsen, vísindamaður við stofnunina.
Frekari upplýsingar um styrkveitingar NordForsk má finna hér.