Norræn strandmenningarhátið á Siglufirði

Norræna strandmenningarhátíðin NORDISK KUSTKULTUR verður haldin á Siglufirði dagana 4.-8. júlí 2018. Hátíðin er sú sjöunda í röðinni og ber yfirskriftina Tónlist við haf og strönd. Á sama tíma fer Þjóðlagahátíðin fram, auk þess sem Siglufjörður fagnar 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarsögu og þjóðin aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á strandmenningu þjóðarinnar sem einum merkasta hornsteini í menningararfi hennar og sögu.Þetta er gert með því að gefa sérfræðingum og almenningi tækifæri á að hittast, læra, miðla og skapa tengsl. Markmiðið er einnig að styðja strandmenninguna í allri sinni fjölbreytni og kynna hana fyrir almenningi.

Á hátíðinni eru sýningar og vinnustofur, allir -börn og fullorðnir- geta verið þátttakendur og notið þeirrar dagskrár sem í boði er.  Sýnt verður handverk, bæði gamalt og nýtt, og hvernig hægt er að nýta söguna til atvinnu og nýsköpunar. Handverksfólk verður við vinnu sína og sýnir og kynnir verk sín. Bátar verða smíðaðir og sýndir og boðið er upp á kvikmyndasýningar, tónlist, myndlist, leiklist og dans og börn geta sótt vinnusmiðjur.

Dagskrá má finna hér.