Norðurskautsráðið 20 ára

Norðurskautsráðið er 20 ára um þessar mundir og að því tilefni er efnt til tveggja viðburða um norðurslóðamál í þessari viku á Akureyri og í Reykjavík.

Fyrst er að telja skýrslu ráðherranefndar um hagsmunamat á norðurslóðum, sem verður kynnt á fundi í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 8. september, kl. 14-16. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra opnar fundinn en Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, munu einnig flytja þar ávörp. Að því loknu verða hringborðsumræður um tækifæri og áskoranir á norðurslóðum. Nánari upplýsingar má sjá hér.

Föstudaginn 9. september verður sjónum beint að Norðurskautsráðinu á málstofu sem haldin verður í Norræna húsinu kl. 13-16. Fyrri hluti málstofunnar fer fram á íslensku og fjallar um starfsemi ráðsins en sá seinni, sem fram fer á ensku, skoðar stöðu og framtíð ráðsins með hliðsjón af þróun mála í alþjóðasamfélaginu. Magnús Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins,  og Valur Ingimundarson, prófessor við Háskóla Íslands stýra málstofunum.

Nánari upplýsingar um báða viðburðina hér.