Landheilsa – Loftgæði – Lýðheilsa

Málþing: Landheilsa – Loftgæði – Lýðheilsa   (02.11.2012)

Landgræðsla ríkisins og Umhverfisstofnun í samstarfi við Embætti landlæknis halda málþing um loftmengun af völdum jarðvegsryks, föstudaginn 16. nóvember 2012. Málþingið fer fram í stofu 132 í Öskju, HÍ, kl. 13:30-16:30. Heilnæmt andrúmsloft  eru mikilvæg lífsgæði. Í andrúmsloftinu er ógrynni ýmis konar agna eða svifryks, sem myndast bæði af völdum náttúrunnar sjálfrar og af mannavöldum. Svifryk hefur  neikvæð áhrif á heilsu manna, einnig svifryk af jarðefnauppruna þótt þar sem um að ræða „hreint“ ryk. Rykmengun frá iðnaði og útblæstri bíla hefur gegnum árin fengið mikla athygli en minna hefur farið fyrir umræðu um ryk sem rekja má til uppblásturssvæða, landbúnaðar eða gosösku. Á málþinginu er augum beint að rykmengun með jarðefnauppruna, áhrifum hennar á heilsu og hvað hægt er að gera til að lágmarka hana. Losun agna og mengandi efna út í andrúmsloftið stjórnast því m.a. af ráðstöfun lands, skipulagi, umgengi við framkvæmdir, ástandi vistkerfa og jarðvegsrofi.

Málþingið er þverfaglegt og er ætlað sem vettvangur milli náttúruvísinda, lýðheilsuvísinda, hagfræði, stjórnsýslu, landnotenda og framkvæmdaaðila.

Dagskrá ráðstefnunnar, sem er öllum opin og ókeypis má nálgast hér. Nánari upplýsingar má fá hjá Önnu Maríu Ágústsdóttur eða Þorsteini Jóhannessyni.