Hver er reynslan af griðarsvæðum í hafinu og hvert skal stefna?

Þann 22. febrúar nk. verður haldin ráðstefna um griðarsvæði í hafinu í Hvalasýningunni á Granda (Fiskislóð 23). Sérfræðingar vestan hafs og austan ræða reynsluna af griðarsvæðum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þá verður fjallað um nýjustu hvalarannsóknir við Ísland og nýjustu hugmyndir um möguleg griðarsvæði.

Sérstakir gestir og aðalfyrirlesarar eru Ben Haskell stjórnandi Stellwagen griðarsvæðisins í Massachusets og Marc Richir sérfræðingur í málefnum hafsins hjá Evrópusambandinu.

Ráðstefnan hefst klukkan 13:00 fimmtudaginn 22. febrúar og stendur til 17:00. Þátttaka er ókeypis og veitingar í kaffihléi sömuleiðis. Að ráðstefnu lokinni verður móttaka í Hvalasýningunni fyrir alla þátttakendur og gesti.

Sjá kynningarefni: forsíða og dagskrá.