Viðurkenning fyrir ötult starf í þágu norðurslóða

Níels Einarsson og Þorsteinn Gunnarsson viðurkenning fyrir ötult starf í þágu norðurslóðaÞann 12. maí sl. hlutu Þorsteinn Gunnarsson fv. rektor Háskólanns á Akureyri og Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar viðurkenningu fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenningin var veitt í tilefni af 20 ára afmæli Háskóla norðurslóða (University of the Arctic, Uarctic). Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri afhenti viðurkenningarnar við athöfn í Háskólanum á Akureyri.