Styrkir veittir til rannsókna á norðurslóðum

Styrkir veittir til rannsókna á norðurslóðum (18.12.2015)
Þann 17. desember var tilkynnt um úthlutun til fjögurra þverfaglegra verkefna í nýja fimm ára Öndvegissetraáætlun Norræna rannsóknarsjóðsins um rannsóknir á norðurslóðum (NordForsk Nordic Centres of Excellence in Arctic Research). Vísindamenn við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar taka þátt í tveim verkefnum sem bæði eru þverfagleg og alþjóðleg, annarsvegar verkefni sem kallast Resource Extraction and Sustainable Arctic Communities (REXAC) og hinsvegar verkefni sem nefnist Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies (ARCPATH). Hvort verkefni um sig fær úthlutað um 420 miljónum íslenskra króna. Alls voru 34 umsóknir sendar inn til NordForsk. Sjá nánar hér.


Höfnin í Ilulissat á Grænlandi.  Mynd: Níels Einarsson