Ráðstefna: Gender Equality and the Arctic - Current Realities, Future Challenges

Ráðstefna: Gender Equality and the Arctic - Current Realities, Future Challenges (18.09.2014)
Utanríkisráðuneytið, Jafnréttisstofa, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Norðurslóðanet Íslands bjóða til alþjóðlegrar ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum á Akureyri dagana 30.-31. október næstkomandi.
Á ráðstefnunni verða aðstæður kvenna og karla á norðurheimskautssvæðinu skoðaðar í víðum skilningi og athyglinni m.a. beint að aðgangi og yfirráðum auðlinda, þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku og stjórnmálum, byggðaþróun, öryggi og almennri velferð. Tilgangurinn er að stuðla að víðtækri, markvissri samræðu um jafnréttismál samtímans og beina um leið sjónum að áskorunum sem framtíðin kann að bera í skauti sér m.t.t. þeirra loftslags- og umhverfisbreytinga sem eru að verða og í samhengi við efnahags- og félagslega þróun ríkja og samfélaga á norðurslóðum.

Staður: Hof, Strandgötu 12, Akureyri

Tímasetning: 30.-31. október 2014
Sjá nánar á heimasíðu ráðstefnunnar.
Skráning (early bird) til 5. október 2014.