Norðurslóðadagar á Grænlandi 20. - 22. september 2012

Norðurslóðadagar á Grænlandi 20. - 22. september 2012 (17.09.2012)

Samvinnunefnd um málefni norðurslóða stendur fyrir Norðurslóðadögum á Grænlandi 20.-22. september 2012. Á undanförnum árum hefur vísindasamstarf milli íslenskra vísindamanna og vísindamanna á Grænlandi farið vaxandi og er ástæða til að efla það enn frekar.

Á Norðurslóðadögunum verður fjallað á þverfaglegan hátt um framlag og samstarfsverkefni grænlenskra og íslenskra aðila sem koma að vöktun, rannsóknum og alþjóðlegri samvinnu á norðurslóðum. Samhliða fyrirlestrum og pallborðsumræðu kynna stofnanir og félög er tengjast viðfangs- og málefnum norðurslóða starfsemi sína og rannsóknir með veggspjöldum og öðru kynningarefni á ráðstefnustað. Skipuleggjendur Norðurslóðadaganna eru Samvinnunefnd umhverfis- og auðlindaráðuneytis um málefni norðurslóða í samvinnu við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Rannís. Á Grænlandi eru Háskólinn á Grænlandi (Ilisimatusarfik) og Rannsóknarstofnunin um loftslag (Silap Pissusianik Ilisimatusarfik) samstarfsaðilar um dagskrá Norðurslóðadaganna.