Laus staða Nansen gestaprófessors skólaárið 2019/2020

Nansen prófessor er gestaprófessorsstaða í heimskautafræðum við Háskólann á Akureyri. Staðan er kennd við Fridtjof Nansen, hinn kunna norska heimskautafræðing og húmanista. Staðan er veitt framúrskarandi vísindamanni sem starfar að málefnum er tengjast lagalegum, hagrænum, félagslegum og náttúrufarslegum aðstæðum á norðurslóðum.
Ráðið er í stöðu gestaprófessors til eins árs í senn, með möguleika á eins árs framlengingu. Umsóknarfrestur er til 7. ágúst 2019.

Sjá nánari upplýsingar á vef háskólans.