Fulbright Arctic Initiative

Nýr styrkur: Fulbright Arctic Initiative (08.01.2015)
Fulbright stofnunin á Íslandi hefur auglýst nýjan styrk. Um er að ræða 18 mánaða verkefni sem hefst næsta vor. Hugmyndin er að leiða saman þverfaglegan hóp sérfræðinga frá öllum ríkjum Norðurskautsráðsins til rannsóknarstarfa á fjórum meginsviðum: vatn, orka, heilsa, innviðir. Hver þátttakandi fær 40.000 USD styrk til að standa straum af ferðakostnaði og rannsóknartengdum kostnaði á meðan verkefnið stendur yfir. Hver þátttakandi mun sækja þrjá fundi hópsins og dvelja í Bandaríkjunum við rannsóknir í sex vikur til þrjá mánuði. Verkefnið kallar á samráð og samvinnu rannsóknarteymisins allan tímann sem verkefnið stendur yfir.

Að minnsta kosti einn íslenskur fræðimaður verður valinn í hópinn, en fræðimennirnir verða sextán alls. Búið er að velja tvo fræðimenn til að leiða verkefnið, dr. Mike Sfraga frá University of Alaska og dr. Ross Virginia frá Dartmouth.

Íslenskir fræðimenn og alla þeir sem stunda Norðurskautsrannsóknir eru hvattir til að kynna sér þetta verkefni. Leitast er við að setja saman þverfaglegan hóp úr ólíkum fræðigreinum innan bæði félags- og náttúruvísinda. Í kafla um hæfisskilyrði segir m.a.:

“Successful candidates will include scholars at all career stages, applied researchers or professionals active in the academic, public or private sectors that demonstrate outstanding qualifications and a record of experience and accomplishment in an area clearly related to one of the designated research themes.” Jafnframt: “A Ph.D. or equivalent professional/terminal degree is preferred. For professionals, practitioners, and artists outside academe, recognized professional standing and substantial professional accomplishments are required.”

Nánari upplýsingar um verkefnið, umsóknarferlið og hæfisskilyrði má finna á hér. Umsóknarfrestur fyrir íslenska umsækjendur er 2. febrúar 2015.