Fulbright Arctic Initiative

Fulbright Arctic Initiative (10.11.2014)
Fulbright hefur hleypt af stokkunum nýrri áætlun – Fulbright Arctic Initiative. Markmið áætlunarinnar er að styrkja alþjóðlegt vísindasamstarf á sviði Norðurskautsmála. Um er að ræða 18 mánaða verkefni sem hefst vorið 2015. 16 vísindamenn frá öllum aðildarríkjum Norðurskautsráðsins verða valdir til að taka þátt, en rannsóknarverkefni verða unnin á fjórum megin sviðum: orka, vatn, heilsa, innviðir.

Fræðimenn, þeir sem stunda rannsóknir og fagfólk með sérfræðiþekkingu á einhverju meginsviði verkefnisins eru hvattir til að kynna sér þetta einstaka tækifæri á vegum Fulbright til alþjóðlegs samstarfs á sviði Norðurskautsmála. Umsóknarfrestur er 2. febrúar 2015.

Frekari upplýsingar um verkefnið og umsóknarferlið, sem og skilyrði sem umsækjendur verða að uppfylla, má finna hér. Fulbright stofnunin á Íslandi veitir jafnframt frekari upplýsingar: fulbright@fulbright.is.